Fyrstu tonnin í tanka Vilhelms

Vilhelm Þorsteinsson EA er á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum.
Vilhelm Þorsteinsson EA er á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum.

Fyrstu tonnunum var dælt í tanka Vilhelms Þorsteinssonar EA, nýs skips Samherja, á kolmunnamiðunum suður af Færeyjum í fyrrinótt. Á annan tug íslenskra skipa var í gær við veiðar á gráa svæðinu og var góð veiði, en beðið hefur verið eftir því að kolmunninn gengi úr lögsögu Bretlands norður á bóginn og inn á alþjóðlega hafsvæðið.

„Já já, skipið og búnaðurinn virka vel og þetta er allt að koma hjá okkur,“ sagði Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm, um miðjan dag í gær. Kastað var um miðnætti í fyrrinótt og eftir að hafa dregið í um sjö tíma var 240 tonnum dælt í tankana. Kastað var á ný undir hádegi í gær og búið var að draga í þrjá tíma þegar rætt var við Guðmund.

„Það er einhver fiskur hérna, en ég veit ekki hvað þetta gerir,“ sagði skipstjórinn. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið ágæt byrjun, en þeir hinir voru margir að fiska enn betur. Við kvörtum þó ekki, við erum rétt að koma okkur af stað og mannskapurinn að komast í þjálfun á nýja skipinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert