Tíu ára barn hætt komið á rafskútu

Betur fór en á horfðist þegar barn missti stjórn á …
Betur fór en á horfðist þegar barn missti stjórn á rafskútu. mbl.is/Hari

Tíu ára barn missti stjórn á rafskútu með þeim afleiðingum að rafskútan keyrði með barnið út á götu svo litlu munaði að bifreið, sem ökumaður keyrði á 50 km/klst., væri ekið á barnið. Greinir lögreglan á Norðurlandi eystra frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Biður hún foreldra að ræða við börn sín um hættur vegna farartækjanna og aldurstakmark á notkun þeirra en samkvæmt reglum rafskútufyrirtækisins sem átti í hlut verða notendur að vera 18 ára eða eldri.

Vegfarendur í áfalli

Var barnið við gangbraut á Akureyri þegar það gat ekki valdið hjólinu að fullu vegna stærðar og þyngdar, svo hjólið fór af stað og togaði barnið út á götuna. Segir lögreglan í færslu að litlu hafi munað að bifreið væri ekið á barnið. 

„Vegfarendur sem þetta sáu var mikið niðri fyrir vegna þessa atviks og í áfalli,“ segir í færslu lögreglunnar. 

mbl.is