Dapurleg staða í innleiðingu lyfja

Lyfin afgreidd.
Lyfin afgreidd. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ísland sker sig verulega úr borið saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að innleiðingu nýrra lyfja.

Þetta kemur fram í umsögn Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja um lyfjaverðstefnu, tillögur að bættri lyfjaumsýslu hins opinbera sem var birt til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Frumtök benda m.a. á það í umsögn sinni að ný lyf komi almennt síðast á markað hér á landi af Norðurlöndunum eftir að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur veitt þeim markaðsleyfi. Sama gildir hvort sem horft er til innleiðingar nýrra lyfja almennt eða sérstaklega á innleiðingu nýrra krabbameinslyfja. Ísland er „langt fyrir neðan meðaltal Evrópuríkja á meðan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ofan við meðaltalið“, segir í umsögninni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja samtökin að núverandi staða Íslands í innleiðingu nýrra lyfja sé „dapurleg“, samanborið við Vestur-Evrópu almennt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »