Landið rís í ferðaþjónustu

Margvíslegar vísbendingar eru uppi um að ferðaþjónustan kunni að vera að taka við sér fyrr en vænst var.

„Það er margt sem bendir til þess að við getum farið að sjá landið rísa nú í maí og júní og það segir sig sjálft að ef ferðaþjónustan tekur við sér einum til tveimur mánuðum fyrr en áður var gert ráð fyrir, þá skiptir það sköpum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).

„Það er meiri ástæða til bjartsýni núna en við þorðum að hafa fyrir einum eða tveimur mánuðum,“ segir Jóhannes í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að þar sé mest um að ræða bólusett fólk frá Bandaríkjunum, þótt Bretland sé einnig að taka við sér, en mun minna annars staðar frá. „Það leikur enginn vafi á að ákvörðunin um að leyfa bólusettu fólki utan Schengen að koma skipti öllu máli. Alveg þannig að það getur skilið milli feigs og ófeigs fyrir mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu nú.“ Auk þess skipti afléttingaráætlun stjórnvalda miklu máli.

Jóhannes segir að nú skipti öllu máli að ná markmiðum í spá Seðlabanka og fjármálaráðuneytis um 700.000 ferðamenn til landsins í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert