Magnað drónaskot yfir gossvæðinu

Ólafur Þórisson ljósmyndari flaug dróna yfir gossvæðið í gær og náði ótrúlegu myndskeiði af kröftugum kvikugangi í virkasta gígnum.

Ekkert lát er á eldgosinu í Geldingadölum og hefur gosvirknin haldist stöðug um hríð.

Lesendur eru hvattir til að horfa á myndbandið til enda þar sem sjá má beint ofan í gíg með lítilli virkni en þó glittir í glóandi hraun undir yfirborðinu.

mbl.is