Svipað veður áfram

Útlit er fyrir óbreytt veður fram að helgi.
Útlit er fyrir óbreytt veður fram að helgi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Áfram háþrýstisvæði og svalt loft yfir landinu og því víða næturfrost. Hiti fer þó upp í 10 stig suðvestanlands að deginum. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él en lengst af léttskýjað suðvestan til. Ekki er að sjá neinar markverðar veðurbreytingar fram að helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur í dag og næstu daga

Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast austast. Skýjað að mestu og stöku él á A-verðu landinu en annars léttskýjað. Birtir til á NA-landi um tíma eftir hádegi.
Norðan og norðaustan 3-10 m/s á morgun. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él en léttskýjað á V-landi. Hiti frá frostmarki upp í 10 stig að deginum, mildast SV-til, en víða næturfrost.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi en annars skýjað og stöku él. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast á SV-landi, en næturfrost í öllum landshlutum.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustan og austan 3-10 m/s og lengst af bjartviðri á Suður- og Vesturlandi en stöku él við S-ströndina. Annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, einkum til fjalla. Hiti frá frostmarki NA-lands, upp í 8 stiga hita syðst. Næturfrost í öllum landshlutum.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él við A-ströndina. Hiti víða 1 til 6 stig að deginum, en áfram næturfrost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert