Einn með fyrsta vinning og fær tíu milljónir

Einn miðahafi hafði heppnina með sér í lottóútdrætti kvöldsins. Hreppti viðkomandi fyrsta vinning og fær þar með í sinn hlut rúmar tíu milljónir króna.

Miðinn var keyptur á vefnum lotto.is. Vinningstölurnar voru 11, 13, 14, 25 og 34. 

Sex voru með fjórar réttar tölur í jókernum. Voru fjórir miðanna keyptir í áskrift en tveir í lottó-appinu.

mbl.is