Miðasala hefst á Þjóðhátíð á næstunni

Blysin tendruð á Þjóðhátíð í Eyjum.
Blysin tendruð á Þjóðhátíð í Eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Ef áætlanir stjórnvalda ná fram að ganga mun Þjóðhátíð í Eyjum fara fram í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Eftir að Þjóðhátíð var aflýst á síðasta ári höfum við í ÍBV íþróttafélagi unnið að því að skipuleggja glæsilegustu Þjóðhátíð sem sést hefur. Áætlanir stjórnvalda hafa verið mikill byr í seglin og gleður það okkur að tilkynna að ef þær áætlanir ná fram að ganga mun Þjóðhátíð 2021 fara fram í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina,“ segir í tilkynningunni.

Miðasala hefst á næstu dögum á dalurinn.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert