Ellefu alhliða veiðisnillingar á rjúpu, önd og gæs

Ljósmynd/Pétur Alan Guðmundsson

Fimm vikur eru nú liðnar frá því að tíkin Rampen's Upf Nína gaut ellefu hvolpum. Er það í annað sinn sem hún gýtur en í fyrra skiptið voru þeir einnig ellefu talsins. Faðirinn er Heiðabergs Bylur von Greif sem er margverðlaunaður veiðimeistari.

Bylur og Nína eru bæði snögghærðir Vorsteh eða þýskir bendar. Tegundin er þekkt veiðihundakyn sem eru svokallaðir veiðihundar innan tegundarhóps sjö hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Þykir tegundin henta mjög vel til veiða á rjúpu, önd og gæs. Hún þarfnast nokkurrar hreyfingar en þykir einnig frábært heimilisdýr.

Gotið er undir merkjum Veiðimelaræktunar og er það þriðja á þeim vettvangi. Annað got Nínu og þá hefur tíkin Zeta Jökla einnig átt 10 hvolpa. Eigendur Nínu eru Pétur Alan Guðmundsson og Sóley Ragna Ragnarsdóttir en eigandi Byls er Jón Garðar Þórarinsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert