Aðkallandi að taka á vanda hjúkrunarheimila

Heimilisfólkið í Seljahlíð viðraði sig í hléi á kórónuveirufaraldrinum og …
Heimilisfólkið í Seljahlíð viðraði sig í hléi á kórónuveirufaraldrinum og tileinkaði gönguna þríeykinu þekkt. mbl.is/Golli

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti við fimm ára fjármálaáætlun að aðkallandi sé að taka á vanda hjúkrunarheimilanna og þurfi að taka markviss skref í þá átt við næstu fjárlagagerð.

Ekki er gert ráð fyrir auknum fjárveitingum vegna vandans í fjármálaáætluninni. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) gagnrýnir það harðlega.

Flest hjúkrunarheimili landsins eru rekin með miklum halla, eins og staðfest var í greiningu verkefnahóps heilbrigðisráðherra. Skýrslan var birt 23. apríl en hafði þá legið tilbúin í ráðuneytinu um hríð. Stjórnvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða til að rétta hlut heimilanna.

„Það veldur okkur gríðarlegum vonbrigðum ef þetta eru viðbrögðin,“ segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV, um tillögur meirihluta fjárlaganefndar og bendir á að beðið hafi verið í heilt ár eftir skýrslunni. Staðan sé mjög þröng og hjúkrunarheimilin stefni í þrot.

Meirihluti fjárlaganefndar telur að skýrsla verkefnahópsins svari ekki öllum spurningum um vandann og heppilegar lausnir. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Willum Þór Þórsson, formaður nefndarinnar, ekki undan því vikist að ná utan um fjárhagsvanda hjúkrunarheimilanna. Hann vísar til fjáraukalaga sem venjan er að leggja fram á haustin og fjárlaga fyrir næsta ár sem sömuleiðis á að leggja fram í haust. Eybjörg segir að grípa verði til aðgerða strax, ekki sé hægt að bíða haustsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert