Ekki stætt á að innheimta gjöld í andstöðu við lög

Íbúðalánasjóður ÍLS
Íbúðalánasjóður ÍLS mbl.is/Jón Pétur

„Að mínu mati kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lánaskilmálar Íbúðalánasjóðs í þessu máli hafi ekki verið í samræmi við lög um neytendalán.“ Þetta sagði Jónas Fr. Jónsson í samtali við mbl.is en hann var lögmaður í öðru þeirra mála sem fór fyrir Hæstarétt í dag um uppgreiðslugjald ÍLS.

„Ég trúi því ekki að lánastofnun sé stætt stætt á því að innheimta gjald af neytendum sem stangast á við lög  um neytendalán og er ekki kveðið á um samningnum um hvernig eigi að reikna út.“

Jónas Fr. Jónsson lögmaður.
Jónas Fr. Jónsson lögmaður. Heiðar Kristjánsson

Hæstiréttur segir héraðsdóminn réttilega hafa komist að þeirri niðurstöðu að veðbréfið sem Íbúðalánasjóður gaf út ekki hafi verið verið í samræmi við neytendalög. ÍL-sjóður hefði átt að tilgreina hvernig gjaldið væri reiknað.

Hæstiréttur vísaði málinu þó aftur í hérað með vísan til þess að héraðsdómurinn hefði ekki verið nægjanlega skýr og rökstuddur.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Ljósmynd/Þór

Sú grein sem Íbúðalánasjóður gætti þess ekki að fylgja kvað á um að tilgreina skyldi hvernig uppgreiðslugjald sé reiknað og hvenær slíkur kostnaður félli til. Í ákvæðinu var þó ekki mælt fyrir um afleiðingar þess ef þess ef slíkt væri ekki tilgreint.

Hæstiréttur sagði héraðsdóm hafa átt að taka rökstudda afstöðu til þess hvort og þá á hvaða grundvelli sá ágalli leiddi til þess að ráðstöfunin hefði verið ógild milli aðila.

mbl.is