Kleppur: Einangrun í ár og sviptur öllu

Nánasti aðstandandi ósakhæfs vistmanns á réttargeðdeildinni á Kleppi segir alvarlegar refsingar viðgangast gagnvart vistmönnum. Sigmundur Þór Árnason gagnrýnir þá starfshætti sem viðhafðir eru á Kleppi. Bróðir hans er vistaður þar eftir að hafa orðið manni að bana og hefur þurft að sæta refsingu sem Sigmundur flokkar sem ekkert annað en grimmd.

„Hann var sviptur þeim litlu lífsgæðum sem hann bjó við,“ segir Sigmundur í nýjasta þætti Dagmála sem allir áskrifendur geta nálgast hér á mbl.is.

Sigmundur segir að refsingin hafi varað í um það bil ár. Allt var tekið af bróður hans. Tölvur og tölvuleikir, gítar, teikniblokkir og bækur. Heimsóknir voru bannaðar og byggð sérstök álma utan um klefann hans, þannig að hann hitti aldrei nokkurn mann þennan tíma.

„Hann er hræddur og veit að ég er að ræða málið hans. Hann er hræddur um að missa þetta allt aftur, en hann er nýbúinn að fá hlutina sína,“ segir Sigmundur og er mjög ósáttur við starfsaðferðir á Kleppi.

Eins og komið hefur fram í fréttum fyrr í mánuðinum hefur Geðhjálp sent athugasemdir til embættis landlæknis um starfshætti á réttargeðdeildinni á Kleppi.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Sigmundur Þór Árnason er gestur Dagmála og ræðir um refsingar …
Sigmundur Þór Árnason er gestur Dagmála og ræðir um refsingar sem bróðir hans hefur þurft að sæta á réttargeðdeildinni að Kleppi. Hann var sviptur þeim litlu lífsgæðum sem hann hefur í ár. Ljósmynd/HH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert