Jöklar landsins minnkað um hátt í 18%

Heildarflatarmál íslenskra jökla hefur minnkaði um hátt í 18% á …
Heildarflatarmál íslenskra jökla hefur minnkaði um hátt í 18% á síðustu 130 árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarflatarmál íslenskra jökla hefur minnkaði um hátt í 18% á síðustu 130 árum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Heildarflatarmál jökla árið 2019 var um 10.400 ferkílómetrar og hafa þeir minnkað um meira en 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar. Nemur þessi minnkun um 2,1% af heildarflatarmáli Íslands.

Jöklabreytingar á Íslandi hafa verið fremur samstíga og fylgt að mestu leyti loftslagsbreytingum frá lokum 19. aldar þó að framhlaup, eldgos undir jökli og jökulhlaup hafi áhrif á stöðu einstakra jökulsporða. Íslenskir jöklar náðu ekki hámarksútbreiðslu samtímis en flestir þeirra tóku að hörfa frá ystu jökulgörðum um 1890.

Miðlungsstórir jöklar misst um 80% af flatarmáli

Frá aldamótunum 2000 hafa stærri jöklarnir tapað 10−30% af flatarmáli sínu en miðlungsstóru jöklarnir sem voru þrír til 40 ferkílómetrar árið 2000 hafa misst allt að 80% flatarmálsins. Á fyrstu tveimur áratugum 21. aldar hafa jöklarnir minnkað um u.þ.b. 40 ferkílómetra á ári að jafnaði. Á þessu tímabili hafa nokkrir tugir lítilla jökla horfið með öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert