Andleg heilsa unglinga versnað á tímum Covid-19

Niðurstöður ransóknarinnar eru að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á …
Niðurstöður ransóknarinnar eru að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga. Haraldur Jónasson/Hari

Í dag birtist ný íslensk vísindagrein um rannsókn á líðan ungmenna á tímum COVID-19 í Lancet Psychiatry tímaritinu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega á meðal stúlkna.

Rannsóknin var gerð af Rannsókn og greiningu með alþjóðlegu teymi vísindamanna tók til 59 þúsund íslenskra unglinga. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Rannsóknin er sú fyrsta sem kannar og skrásetur breytingar á andlegri heilsu unglinga byggðar á aldri og kyni á tímum heimsfaraldurs COVID-19, samanborið við tölur sem áður höfðu sýnt aukna andlega vanlíðan og safnað var fyrir faraldurinn.

Þunglyndiseinkenni mælast meiri

Í tilkynningunni er haft eftir Ingibjörgu Evu Þórisdóttur, einum af höfundum greinarinnar, að þunglyndiseinkenni ungmenna mælist meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. „Í faraldrinum hefur þó dregið úr neyslu vímuefna en í gögnum okkar getum við borið saman sama aldurshóp fyrir og eftir faraldurinn.“

Rannsóknin sýndi að munur var á aldri og kyni hvað varðar líðan ungmenna í faraldrinum en faraldurinn virðist hafa haft mun neikvæðari áhrif á andlega heilsu stúlkna á aldrinum 13-18 ára en drengja á sama aldri. 

Þar að auki, sýndi rannsóknin að munur var á aldri og kyni hvað varðar líðan ungmenna í faraldrinum en faraldurinn virðist hafa haft mun neikvæðari áhrif á andlega heilsu stúlkna á aldrinum 13-18 ára en drengja á sama aldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert