Sjö sprotafyrirtæki kynna verkefni sín í Grósku

Sara Jónsdóttir og María Kristín Jónsdóttir eru stofnendur On to …
Sara Jónsdóttir og María Kristín Jónsdóttir eru stofnendur On to something sem er vettvangur fyrir fráfallsefni. Ljósmynd/Aðsend

Sjö sprotafyrirtæki munu kynna verkefni sín á fjárfestingadeginum í Grósku á morgun þann 11. júní. Í fréttatilkynningu frá Hringiðunni segir að öll verkefnin dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda, nýti affall og dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Viðburðurinn er opinn öllum en fólki er bent á að skrá sig á hringida.is.

Sprotafyrirtækin voru að ljúka 10 vikna hraðal Hringiðunnar sem er keyrður af Icelandicc Startups. 

Verkefnin sem verða kynnt eru fjölbreytt. Sem dæmi má nefna alsjálfvirkt gróðurhús, endurunnið plast, hampur í stað frauðplasts og lífrænn áburður framleiddur úr innfluttum ánamöðkum. 

Robert Francis og Davísð Guðmundsson standa á bak við Hemp …
Robert Francis og Davísð Guðmundsson standa á bak við Hemp Pack sem þróar sjálfbæran staðgengil plasts. Ljósmynd/Aðsend

Þrjú þessara fyrirtækja fengu styrk í vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs nú á dögunum.

Verkefnin stefna flest á að sækja um frekari styrki á vegum Evrópusambandsins, í samstarfi við EVRIS á Íslandi og Inspiralia á Spáni.  Hringiðusjóðurinn segist ætla að styðja þau áfram í því.

Í fréttatilkynningu frá Hringiðunni segir að öll verkefnin dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda, nýti affall og dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Þannig geti þær lausnir sem verða kynntar stuðlað að því að Ísland standi við skuldbindingar sínar í umhverfismálum.

Bakhjarlar Hringiðu eru Orkuveita Reykjavíkur, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Terra, Sorpa og Þróunarfélögin á Grundartanga og Breið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert