Allir komnir með fyrri skammt fyrir 25. júní

Svandís segir stöðuna á bólusetningum góða.
Svandís segir stöðuna á bólusetningum góða. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í viðtali við mbl.is að gert er ráð fyrir að öllum landsmönnum verði boðið bóluefni við Covid-19 fyrir 25. júní. 

„Þetta verður væntanlega okkur öllum til ánægju,“ segir Svandís og bætir við að bólusetningar gangi vel en enn eigi eftir að ná vel utan um yngstu hópanna. 

Alls hafa 128.645 ein­stak­ling­ar verið full­bólu­sett­ir við kór­ónu­veirunni hér­lend­is og er bólu­setn­ing er haf­in hjá 86.326 til viðbót­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert