Hátt í 130 þúsund fullbólusettir

Bólusetning í Laugardalshöll.
Bólusetning í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 128.645 einstaklingar verið fullbólusettir við kórónuveirunni hérlendis.

Bólusetning er hafin hjá 86.326 til viðbótar.

Samtals hafa 317.082 skammtar hafa verið gefnir, að því er kemur fram á Covid.is.

Samtals hafa 214.971 fengið allavega einn skammt af bóluefni, en sé miðað við þann fjölda og þá sem hafa greinst með smit innanlands frá upphafi faraldursins eru um 74% íbúa landsins yfir 16 ára sem hafa annað hvort smitast eða hafa fengið bóluefni. 

Samkvæmt tölum Hagstofunnar um mannfjölda bjuggu 296.376 hér á landi um áramótin sem voru eldri en 16 ára. Samtals hafa 4.451 greinst með smit innanlands og til viðbótar hafa sem fyrr segir 214.971 fengið allavega einn bóluefnaskammt.

Sé miðað við þá sem hafa smitast eða allavega fengið einn bóluefnaskammt af heildaríbúafjölda landsins, sem er rétt tæplega 370 þúsund, er hlutfallið nú í rétt tæplega 60%.

mbl.is