Bíll fór á hliðina á Grandavegi

Hér má sjá bílinn á annarri hliðinni.
Hér má sjá bílinn á annarri hliðinni. Ljósmynd/Aðsend

Bíll festist á annarri hliðinni á Grandavegi og þurfti aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við að rétta hann af. Minni háttar meiðsli urðu á fólki en enginn slasaðist alvarlega. 

Slökkviliðið sagðist þó ekki vita hver tildrög slyssins voru.

Slökkviliðið aðstoðaði við að koma bílnum á fjögur dekk aftur.
Slökkviliðið aðstoðaði við að koma bílnum á fjögur dekk aftur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is