7 mánaða fangelsi fyrir að aka enn einu sinni sviptur ökuréttindum

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann í 7 mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum 15. mars þessa árs. Maðurinn  hefur ítrekað sætt refsingum vegna umferðalagabrota og var litið til þess við ákvörðun refsingar. 

Maðurinn hafði skýlaust játað brot sitt og þótti í málinu sannað með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um brotið.  

Samkvæmt sakavottorði sem lagt var fyrir dóminn á maðurinn að baki langan sakarferil og hefur hann sætt refsingum allt frá árinu 1973.

Samkvæmt vottorðinu hefur maðurinn ítrekað sætt refsingum vegna umferðarlagabrota og var litið til þess við ákvörðun refsingar. Manninum hefur fjórum sinnum verið gert að sæta fangelsisvist vegna sviptingaraksturs, síðast með sex mánaða fangelsisdómi 21. janúar 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert