Djammþyrstir Íslendingar hópast í bæinn

Katla Rún Káradóttir, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Lísbet Sigurlaug Björnsdóttir …
Katla Rún Káradóttir, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Lísbet Sigurlaug Björnsdóttir voru mættar í bæinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eigendur skemmtistaða þurftu að hafa hraðar hendur í dag eftir að ríkisstjórnin tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að öllum samkomutakmörkunum yrði aflétt nú á miðnætti.

Geoffrey var til í nóttina.
Geoffrey var til í nóttina. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þær leggjast bara vel í okkur, við erum búin að vera að búa okkur undir þetta í smá tíma. Við héldum kannski að við myndum fá aðeins meiri fyrirvara, en við þiggjum þetta,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, spurður hvernig afléttingarnar leggjast í hann og hans samstarfsfólk.

Einar á Petersen-svítunni segir afléttingarnar snilld.
Einar á Petersen-svítunni segir afléttingarnar snilld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar Björn Þorgrímsson, vaktstjóri á Petersen-svítunni, hefur svipaða sögu að segja.

„Það var fyrst smá kvíði en þetta er náttúrulega bara snilld.“

Von á troðfullu húsi

Spurður hvort þetta hafi komið honum að óvörum segir Einar:

„Já ekkert smá, við áttum engan veginn von á þessu. Við fórum bara beint í að hringja í starfsfólk til þess að manna vaktina, en þetta sleppur alveg.“

Báðir áttu þeir von á troðfullu húsi í kvöld, og reyndar í miðbænum öllum.

Birta verður ekki ein á dyravarðavaktinni í nótt.
Birta verður ekki ein á dyravarðavaktinni í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Geggjað fyrir samfélagið“

Birta Birgisdóttir dyravörður býst við erilsömu kvöldi fyrir dyraverði bæjarins.

„Já þetta verður erilsamt kvöld. Við erum aðeins óviss með hvernig kvöldið verður, við fengum lítinn tíma til þess að plana hlutina, en þetta er náttúrulega geggjað fyrir samfélagið í heild sinni.“

„Beint á happy hour,“ var viðkvæðið.
„Beint á happy hour,“ var viðkvæðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stressa sig ekki í nótt

Blaðamaður mbl.is náði tali af tveimur hópum stúlkna í miðbænum sem voru úti að skemmta sér. Spurðar um það fyrsta sem þær hugsuðu þegar tilkynnt var um afléttingar svöruðu þær um hæl: „Beint á happy hour.“

Þá stefndu báðir hóparnir á að fullnýta afgreiðslutímann í kvöld, eða að lágmarki að stressa sig ekki á því að þurfa að fara heim klukkan eitt í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert