Þarf minna til að það flæði aftur

Aurskriðan féll á tvö hús í Varmahlíð.
Aurskriðan féll á tvö hús í Varmahlíð. Ljósmynd/Lögreglan

Ekki er mikil hætta á áframhaldandi aurskriðum á Norður- og Austurlandi að sögn Estherar Hlíðar Jensen, ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Í samtali við mbl.is bendir hún á að aurskriðan sem féll í Varmahlíð hafi verið annars eðlis en aðrar aurskriður, þar sem vatnið sem olli skriðunni var mögulega ekki til komið vegna veðurs.

Hún segir að draga muni úr leysingum á næstu dögum.

„Bráðnun á snjó til fjalla hefur minnkað vegna þess það hefur dregið úr vindi,“ segir Esther.

„Það er ansi langur hali á eftir flóðtoppinum en það mesta er líklegast yfirgengið. Þegar farvegur er yfirfullur þarf minna til þess að flæði aftur yfir vegi og tún.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert