Dóra 109 ára fór á Dalinn

Dóra Ólafsdóttir brá sér á kaffihús í gærdag og naut …
Dóra Ólafsdóttir brá sér á kaffihús í gærdag og naut sín. Ljósmynd/Laufey Dóra

Dóra Ólafsdóttir, sem er elst Íslendinga, varð 109 ára í gær, 6. júlí. Hún hefur sl. átta og hálft ár dvalist á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykavík og þar komu ættmenni hennar og afkomendur saman síðastliðinn sunnudag.

Dóra er við góða heilsu miðað við aldur, hefur fótavist, fylgist vel með öllum fréttum og les Morgunblaðið dag hvern. Í gær, í tilefni afmælisdagsins, fór Dóra svo með fólkinu sínu á kaffihúsið Dalinn í Laugardalnum í Reykjavík.

Dóra er frá Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu við Eyjafjörð og bjó lengi á Akureyri. Þar var hún starfsmaður Landssíma Íslands í áratugi, en flutti suður um aldamótin.

Fimm Íslendingar, allt konur, hafa orðið 109 ára og nú hefur Dóra bæst í þann hóp. Hún er jafnframt einn af elstu Norðurlandabúunum, að því er fram kemur í umfjöllun um langan aldur og afmæli Dóru í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert