Áhrifavaldar endurheimta reikningana sína

Bassi og Birgitta endurheimtu reikninganna sína núna síðdegis.
Bassi og Birgitta endurheimtu reikninganna sína núna síðdegis.

Nokkrir áhrifavaldar hafa nú endurheimt instagramreikningana sína eftir að tyrkneskur þrjótur lagði þá niður fyrr í vikunni.

Birgitta Líf Björnsdóttir, Binni Glee og Bassi Maraj eru öll með opna reikninga sem stendur en aðgangar þeirra voru afvirkjaðir sl. mánudag. Þau eru einungis hluti þeirra sem misstu reikningana sína en allavega tíu reikningar eru enn lokaðir.

Að sögn Theó­dórs R. Gísla­sonar, tækn­i­stjóra netör­ygg­isþjón­ust­unn­ar Synd­is, er fölsk­um til­kynn­ing­um beitt til að loka reikn­ing­un­um. Ef svo er hefur Instagram opnað aftur á reikninga þeirra þriggja eftir að hafa gengið úr skugga um að tilkynningar þær sem þrjóturinn sendi séu tilhæfulausar.

mbl.is