Minningarskjöldur um John Snorra á K2

Sajid Ali Sa­dp­ara, einn af ferðafélögum Johns Snorra.
Sajid Ali Sa­dp­ara, einn af ferðafélögum Johns Snorra. Ljósmynd/Facebook

Minningarskildi um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson verður komið fyrir á sérstakri minnisvörðu á fjallinu K2. 

Lína Móey Bjarna­dótt­ir, eiginkona Johns Snorra, lét útbúa minningarskjöldinn og Elia Saikaly hyggst koma honum á Gilkey-minnisvörðuna, sem er sérstök varða þar sem minning þeirra sem farist hafa á fjallinu er varðveitt.  

Kvik­mynda­gerðarmaðurinn Saika­ly birti mynd af sér með skjöldinn á Facebook-síðu sinni. Hann var í för með John Snorra og Pakistönunum Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali Sa­dp­ara þegar þeir lögðu af stað á K2 í febrúar. 

Saikaly er nú aftur að ganga á fjallið og von­ast til þess að hann muni, ásamt þeim sem með hon­um fara, geta veitt fjöl­skyld­um hinna látnu svör. 

„Andi Johns er alltumlykjandi. Hann lifir áfram í fólki sem hann hafði djúpstæð jákvæð áhrif á hér í Pakistan,“ skrifar Saikaly m.a. í færslunni á Facebook.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert