Kærir forstjóra ÁTVR

Arnar Sigurðsson áfengissali .
Arnar Sigurðsson áfengissali . mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Sigurðsson, eigandi netverslunarinnar Sante.is, hyggst leggja fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. „Forstjórinn sendir bréf á ríkisskattstjóra og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og sakar mig og fyrirtæki mín um umfangsmikil skattaundanskot. Hann hefur ekkert fyrir sér í því annað en þá fullyrðingu að fyrirtæki mitt í Frakklandi sé ekki með virðisaukaskattsnúmer.

Hann hefði getað haft samband við skattinn áður en hann lagði af stað í þennan leiðangur og staðreynt að fyrirtækið er með þetta númer, sem er 140848.“ Bendir Arnar á að ásakanir þær sem forstjórinn haldi fram varði jafnvel fangelsisrefsingu og því sé mjög íþyngjandi að sitja undir dylgjum um slík lögbrot. 11

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »