Allir lausir úr haldi á Akureyri

Af vettvangi slagsmálanna.
Af vettvangi slagsmálanna. Ljósmynd/Aðsend

Allir þeir sex sem voru hnepptir í varðhald eftir hópslagsmál á Akureyri fyrr í vikunni eru lausir úr haldi. Þetta staðfestir varðstjóri lögreglunnar á Akureyri í samtali við mbl.is.

Málið enn í rannsókn

Málið er sem stendur enn í rannsókn og skýrslutökur vitna standa nú yfir. Lögregla gat annars ekki veitt nánari upplýsingar að svo stöddu.

Slagsmálin áttu sér stað á þriðjudagskvöld á veitingastaðnum Bláu könnunni. Einn var fluttur slaðasaður á sjúkrahús en honum var hrint í gegnum rúðu á staðnum.

Sjónarvottur mbl.is lýsti atburðarrásinni á eftirfarandi hátt: „Hann fer í gegn­um rúðuna og tek­ur í sund­ur efri vöðva á hand­legg og blóðið spýt­ist út um allt.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert