Fótbrotnaði í mótorhjólaslysi og fluttur í bæinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður lenti í mótorhjólaslysi við Kjalveg, fyrir norðan Sandkúlufell á miðhálendinu, upp úr fimm í dag.

Þetta segir varðstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is. 

Maðurinn fótbrotnaði og var fluttur með sjúkraflugi í bæinn. Enginn annar slasaðist. 

mbl.is