Smit hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Ljósmynd frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Ljósmynd frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Kórónuveirusmit hefur greinst hjá starfsmanni á heilsugæslunni Sólvangi og hjá öðrum starfsmanni heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Enginn annar starfsmaður eða skjólstæðingur hefur reynst smitaður við sýnatöku, sem verður endurtekin um miðja viku. 

Aðrir skjólstæðingar hafa verið upplýstir um þörf á smitgát, að því er fram kemur í tilkynningu

Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví og aðrir starfsmenn eru í sóttkví C. Óhjákvæmilegt er að smitin hafi áhrif á starfsemina næstu daga. 

Sólvangur verður lokaður til klukkan 13 í dag og þá verður stöðin opnuð með skertri starfsemi. Áhersla verður á símaþjónustu, rafræn samskipti og mínar síður á Heilsuveru. Bráðaerindum verður sinnt til klukkan 16. Síðdegisvakt verður lokuð þar til annað verður ákveðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert