„Enn eitt metið fallið“

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eitt af því …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eitt af því tímafrekasta eru Covid-19-flutningar. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Síðasti sólarhringur var afar annasamur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í færslu slökkviliðsins á Facebook kemur fram að líklega sé „enn eitt metið fallið“. 

Slökkviliðið sinnti alls 186 flutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 30 forgangsflutningar og 48 flutningar vegna Covid-19. 

Þá sinnti slökkvilið sjö útköllum á dælubílum. Á meðal þeirra verkefna sem slökkviliðið sinnti voru tvær bílveltur. 

„Eins og sést á tölunum er Covid-19 stór þáttur í þessu öllu hjá okkur.
Til að fækka þeim flutningum þurfum við öll í sameiningu að berjast gegn veirunni og fara eftir þeim leiðbeiningum sem okkur eru settar,“ segir slökkvilið. 

mbl.is