Ísland er appelsínugult

Ísland varð appelsínugult en ekki rautt á uppfærðu korti sóttvarnarstofnunar …
Ísland varð appelsínugult en ekki rautt á uppfærðu korti sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kort/ECDC

Ísland er appelsínugult á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. 

Stofnunin styðst við samræmdan litakóða þar sem hún flokkar lönd í mismunandi hættuflokka eftir fjölda nýgenginna smita. Tekur hún mið af síðustu tveimur vikum en kortið er uppfært vikulega. 

Þar sem nýgengi smita á Íslandi náði yfir 200 í gær var talið líklegt að Ísland yrði rautt á kortinu í kjölfarið en vegna þess hvernig gögnum er safnað varð niðurstaðan sú að Ísland verður appelsínugult en ekki rautt næstu vikuna.

Undir hverju landi komið

Litakóðunarkerfið hefur þann tilgang að veita upplýsingar um stöðu heimsfaraldursins í hverju landi fyrir sig svo hægt sé að bera þau saman og átta sig á aðstæðum.

Það er svo undir hverju landi komið hvaða takmarkanir kunna að fylgja í kjölfarið og hvaða áhrif þetta hefur fyrir utanlandsferðir Íslendinga og ferðamannaiðnaðinn hér á landi. 

Í tilmælum frá Evrópusambandinu er mælt gegn ferðum til og frá rauðum svæðum. Sambandsríkin hafa þó nokkurt frelsi til að taka ákvörðun um hvaða gagna er krafist og hvaða reglur gilda um sóttkví við komu til landsins.

Uppfært:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert