113 sjúkraflutningar á sólarhring

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 113 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 113 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í 113 sjúkraflutningaverkefni síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur fram á facebooksíðu slökkviliðsins. 

Þar af voru 20 forgangsflutningar og 35 vegna Covid-19. 

Dælubílar fóru einungis í eitt útkall á þessum tíma. Um minni háttar atvik var að ræða. 

Fram kemur í færslu slökkviliðsins að umferðin á svæði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið algjörlega slysalaust fyrir sig.


 

mbl.is