Ekið á barn á rafmagnshlaupahjóli

Ekið var á barn á rafmagnshlaupahjóli.
Ekið var á barn á rafmagnshlaupahjóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi um árekstur í Kópavogi. Hafi bíll ekið á barn á rafmagnshlaupahjóli. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Færslunni fylgin að engin alvarleg meiðsl hafi orðið við atvikið. 

Grunaður um ölvunarakstur

Þá barst tilkynning um árekstur laust fyrir klukkan átta í sama hverfi. Engin meiðsl urðu á fólki en var einn ökumanna grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn gisti fangageymslu. 

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í nótt í miðbæ Reykjavíkur, grunaðir um akstur undir áhringum fíkniefna. Allir voru þeir lausir að lokinni blóðsýnatöku. 

mbl.is