Fannst hreyfingarlaus á botninum

Maðurinn lést eftir að hafa misst meðvitund í baðlóninu Sky …
Maðurinn lést eftir að hafa misst meðvitund í baðlóninu Sky Lagoon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn, sem lést í gær eftir heimsókn í baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi, lá hreyfingarlaus á botni lónsins þegar vitni urðu hans vör.

Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins.

Þegar lögreglu og sjúkraflutningamenn bar að garði var strax hafist handa við endurlífgunartilraunir. Var maðurinn fluttur á Landspítalann, þar sem hann lést. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu en málið er nú á frumstigi rannsóknar.

mbl.is