Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri

Frá Sky Lagoon.
Frá Sky Lagoon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaðurinn sem lést, eftir að hafa misst meðvitund í baðlóninu Sky Lagoon í Kópavogi í gær, var á þrítugsaldri.

Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu.

Segir þar að lögreglan hafi um klukkan sex í gær verið kölluð að lóninu eftir að maðurinn hafði misst meðvitund.

Var fluttur á Landspítalann

„Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og var maðurinn, sem var gestkomandi á staðnum, síðan fluttur á Landspítalann, en hann lést svo þar í gærkvöldi,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Tekið er fram að rannsókn málsins sé á frumstigi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is