Maður lést í Sky Lagoon í gær

Von er á tilkynningu frá lögreglunni í dag.
Von er á tilkynningu frá lögreglunni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andlát varð í Sky Lagoon í gær óg hefur rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðbogarsvæðinu málið til rannsóknar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Það lést maður í lauginni og er það til rannsóknar eins og öll önnur andlát sem upp koma,“ segir Grímur.

Vísir greindi fyrst frá málinu en þar segir að einhverjir gestir lónsins hafi orðið vitni að viðbúnaði lögreglu og sjúkraflutningamanna síðdegis í gær.

Von er á tilkynningu frá lögreglunni í dag.

mbl.is