Minnsta atvinnuleysi 16-24 ára

Hlutfall atvinnulausra sem eru á aldrinum 16-24 ára hefur aldrei mælst lægra í ágústmánuði frá upphafi samfelldrar vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Áætlað er að 800 einstaklingar á þessum aldri hafi verið án atvinnu í seinasta mánuði, sem samsvarar 2,5% atvinnuleysi og var hlutfall starfandi á vinnumarkaðinum sem eru á þessu aldursbili 16 til 24 ára 76,7%, að því er fram kemur í Mogunblaðinu í dag.

Jókst hlutfallið um rúm átta prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Þá mældist samkvæmt könnuninni 5,1% heildaratvinnuleysi yfir allt landið þegar tekið hefur verið tillit til árstíðasveiflna á þessum árstíma.

Reikna má með að yfir landið allt hafi um 5.200 karlar verið atvinnulausir í seinasta mánuði og heldur fleiri konur eða 5.700. Stóð árstíðaleiðrétt atvinnuleysi í stað á milli mánaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert