Vekja athygli á mjög slæmri veðurspá

Vindaspáin kl. 13 í dag.
Vindaspáin kl. 13 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar vekur athygli á mjög slæmri veðurspá, einkum um norðvestanvert landið með stórhríð á fjallvegum og stormi, jafnvel ofsaveðri. Byrjar norðanlands í nótt, en verst á Vestfjörðum um miðjan dag á morgun. 

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og gular fyrir landið vestan-, norðan- og austanvert, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 

„Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land. Henni fylgir hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestan til á landinu og eru gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum, en seint í dag dregur úr vindi og úrkomu. Norðanáttin verður einnig stíf á Suðvesturlandi, en í öðrum landshlutum verður hægari vindur og þurrt að mestu. Síðdegis fer þó að rigna suðaustan til á landinu. Hiti 0 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum,“ segir á vef Veðurstofu Íslands. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is