Áfram hættustig í Útkinn og vegurinn lokaður

Aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á vegum og náttúru í …
Aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á vegum og náttúru í Kinn og Útkinn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hættustig er enn í gildi fyrir Útkinn vegna úrkomu og aurskriðuhættu. Verður vegurinn út eftir lokaður til morguns fyrir almennri umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Í kvöld og nótt á að rigna á svæðinu, en úrkoman verður hins vegar minni en spáð var í fyrstu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 

Þrátt fyrir lokun vegarins verður íbúum á svæðinu heimilt að dvelja á heimilum sínum, en þurfi þeir að fara um veginn er æskilegt að gera það í björtu.

Íbúar eru hvattir til að hafa samband við lögregluna ef þeir verða áskynja um einhverjar breytingar í hlíðunum eða sjá nýjar skriður falla. Staðan verður endurmetin í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert