Eldur kviknaði í Borgaskóla

Borgaskóli.
Borgaskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Eldur kviknaði í ofni sem talið er að hafi verið notaður við leirvinnslu í Borgaskóla í Grafarvogi í nótt.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn um hálfeittleytið í nótt í gegnum öryggisfyrirtæki vegna viðvörunarkerfis sem fór í gang.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu lá reykur um húsnæðið. Eldurinn setti úðakerfi skólans í gang og voru slökkviliðsmenn um einn og hálfan tíma að störfum enda var allt á floti á gólfinu.

Húsið var mannlaust þegar slökkviliðið kom á staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert