Smekkspilling og vítisstefna

Jón Leifs átti síðar eftir að láta mikið að sér …
Jón Leifs átti síðar eftir að láta mikið að sér kveða, hér heima og erlendis.

„Ekki hefði mér til hugar komið, að starfa hér að orkestursstofnun, ef aðrir hefðu farið rétt að, en það sem þeir gera hér í slíkum málum, miðar í öfuga átt. Það skal enn endurtekið, að synfóníuorkestri verður aldrei komið hér upp fyr en til er stórt og gott strokorkestur.“

Þetta sagði 22 ára gamalt tónskáld og hljómsveitarstjóri, Jón Leifs, í grein í Morgunblaðinu á haustdögum 1921. Hann hafði þá reynt að koma á fót strokorkestri, eða strengjasveit eins og það myndi líklega heita í dag, í Reykjavík en án teljandi árangurs enda höfðu menn reynt að leggja stein í götu hans.

Jóni fannst hörmulegt að þurfa að segja mönnum hér á landi svo sjálfsögð tíðindi en hitt væri þó hörmulegra, að menn skyldu álíta þessa frásögn hans lygi.

„Ekki eru þessar línur ritaðar mér og starfi mínu til réttlætingar, því að á því hefi eg enga þörf. En reynt hefir verið að vekja tortryggni til mín og þessa starfs míns, því að hér vita menn eigi að orkestursstjórn er nám meira en flest annað í tónlist. Orðmælgi er engum ógeðfeldara en mér, en hér brýst smekkspilling og vítisstefna til valda. Í samleik hér verða lög mörg óþekkjanleg. Engin ráð eru við heimskunni, en treystandi er heilbrigðum smekk Íslendinga, því hér taka kirkjur að tæmast þegar tónlistarhluti messunnar byrjar.“

Hið góða mun ná fram að ganga

Jón sagði ennfremur að óþörf hræðsla væri að halda, að hann vildi hér leggja undir sig einhver svið. Hans fyrirætlanir beindust í allt aðra átt, enda væri hann á förum til útlanda.

„Þrátt fyrir það álít eg það skyldu mína, að láta íslenskt tónlistalíf mig ætíð einhverju skifta, og fórna þar fyrir öllu, sem eg má. Ættu þeir, sem hér hafa vit á að styðja tillögur mínar og framfarasókn, því að án samtaka verður engu framgengt.

Menn verða að læra að láta smáatriðin ekki sundra sér heldur sameina sig um veigamestu atriðin. Þá mun með nokkurri þolinmæði hið góða ná fram að ganga.“

Nánar er fjallað um bréf Jóns Leifs í Tímavélinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »