Ásókn í byggingarlóðir í Vogum

Alls hafa verið seldar eða teknar frá lóðir undir á þriðja hundrað íbúðir og tólf einbýlishús í nýju íbúðarhverfi í Vogum, Grænubyggð, en þegar það er fullbyggt gætu þar búið um 2.000 manns.

„Salan síðustu daga hefur gengið framar vonum,“ segir Sverrir Pálmason, lögmaður og fasteignasali, um sölu lóðanna en fyrstu íbúðirnar verða afhentar í nóvember.

Athygli vekur að sjávarlóðir í Grænubyggð kosta frá 16,5 milljónum króna en fasteignasali sem ræddi við Morgunblaðið sagði orðið mjög lítið framboð á sjávarlóðum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni. Það ætti m.a. þátt í miklum áhuga á sjávarlóðum í Hvammsvík. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »