Stökkköngulær ylja sannarlega

Þrúgukönguló er glæsilegt dæmi um stökkkönguló, segir Erling.
Þrúgukönguló er glæsilegt dæmi um stökkkönguló, segir Erling. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Engin hinna 5.800 tegunda stökkköngulóa lifir hér á landi, en „af og til berast mér þó stökkköngulær sem fylgt hafa varningi og þær ylja sannarlega,“ skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á facebooksíðuna Heimur smádýranna.

Hann hefur í nýlegum pistlum lýst aðdáun sinni á köngulóm og segir stökkköngulær í sérstöku uppáhaldi. Fyrir utan að vera fallegar og myndrænar þá sé unun að fylgjast með þeim veiða.

„Með sérhæfðu skipulagi augna sjá þær bráð á löngu færi, meta fjarlægðina nákvæmlega og taka undir sig kröftug stökk. Flugan á lítinn sjens. Köngulóin er stöðugt á varðbergi, horfist í augu við þann sem á hana horfir og fylgir honum eftir.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert