Taldi sig eiga tilkall til helmings eigna dánarbús

Sonur móðurinnar úr fyrra hjónabandi hennar fór með málið fyrir …
Sonur móðurinnar úr fyrra hjónabandi hennar fór með málið fyrir Landsrétti. Hanna Andrésdóttir

Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna arftaka af kröfum áfrýjanda, sem taldi sig eiga tilkall til helmings eigna dánarbús.

Faðir og móðir stefndu höfðu hafið óvígða sambúð árið 1964 og eignast dótturina sem tók ein arf eftir að faðir hennar lést árið 2009. Móðir hennar lést árið 2018 og var dánarbú hennar tekið til opinberra skipta.

Dánarbú móður stefndu höfðaði málið og taldi að móðirin væri helmingseigandi tiltekinnar fasteignar og að dæma ætti stefndu til að greiða skaðabætur þar sem móðirin hafi átt tilkall til helmings eigna sem komu til skipta úr dánarbúi föðursins.

Ekki sýnt fram á fjárhagslega samstöðu

Sonur móðurinnar úr fyrra hjónabandi hennar fór með málið fyrir Landsrétt.

Hann var ekki talinn hafa sýnt fram á að veruleg fjárhagsleg samstaða hafi verið milli föður og móður þar sem gögn málsins bentu til þess að faðirinn hafi fjármagnað fasteign sem um var deilt og var einnig þinglýstur eigandi hennar.

Var niðurstaða héraðsdóms, um að sýkna stefndu af kröfum áfrýjanda, því staðfest.

mbl.is