Sprenging í Borgarfirði í rannsókn

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú verkferla verktakanna.
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú verkferla verktakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú verkferla verktakanna sem sjá um efnistöku fyrir væntanlega vegagerð í Skorradal í Borgarfirði eftir að unnið var við sprengingar á fimmtudaginn. 

Skessuhorn greinir frá.

Unnið var við sprengingar á fimmtudaginn og samkvæmt upplýsingum Skessuhorns bendir til þess að reglur um verklag við slíkar framkvæmdir hafi verið brotnar.

Skessuhorn greinir frá því að lögreglu hafi ekki verið gert viðvart, veginum ekki lokað, ekki hafi verið settar upp viðvaranir og nágrönnum ekki get viðvart.

mbl.is