Enn fleiri kórónuveirusmit í gær en í fyrradag

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt bráðabirgðatölum greindust enn fleiri kórónuveirusmit í gær en í fyrradag. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna staðfestir þetta í samtali við mbl.is. 144 kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag og var það þriðji mesti smitfjöldi sem nokkurn tímann hefur greinst á einum degi hérlendis.

Í samtali við morgunútvarpið á Rás tvö í morgun sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að minnisblaðið sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefði afhent henni um hertar aðgerðir innanlands væri sögulegt að því leyti að Þórólfur hafi þar rekið sögu faraldursins og þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið hefði verið til. 

Stefnan er nú að ná fjölda daglegra smita niður í 40 til 50 og viðhalda því. 

Svandís sagði að Þórólfur legði til aðgerðir sem sneru að fjöldatakmörkunum, grímunotkun og afgreiðslutímum. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert