Konan fannst látin í sjónum við Reynisfjöru

mbl.is

Konan sem leitað var að í dag fannst látin í sjónum við Reynisfjöru. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að þyrla Landhelgisgæslunnar fann konuna í sjónum.

Tilkynnt var um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru klukkan 14:50 í dag. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang, björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona.

Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert