Lágmarkskrafa að hryssa sé tamin og róleg

Konan heldur á drumbi sem hún rekur ítrekað í hryssuna …
Konan heldur á drumbi sem hún rekur ítrekað í hryssuna af nokkru afli. skjáskot úr heimildarmynd

Ef hryssa er ótamin og hefur ekki fengið nauðsynlegan undirbúning, eða hefur einfaldlega ekki geðslag til þess að þola blóðtöku ætti að hvíla skylda á dýralækni til að neita að framkvæma aðgerðina, að mati stjórnarmanna Félags tamningamanna. 

Þá ættu deyfilyf ekki að koma í stað tamningar við svo vafasamar aðgerðir, heldur sé það lágmarkskrafa að hryssa sé tamin og róleg. 

Hér má sjá blóðtöku á einum bænum sem heimildarmyndin sýndi.
Hér má sjá blóðtöku á einum bænum sem heimildarmyndin sýndi. Skjáskot úr heimildarmynd

Skora á MAST að bæta eftirlit með blóðtökum

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu þar sem skorað er á Matvælastofnun að bæta eftirlit og reglugerð í kringum blóðtökur á fylfullum hryssum á Íslandi.

Tilefni áskorunarinnar er heimildarmynd sem vakið hefur talsverða athygli. Þar sést ómannúðleg meðferð á fylfullum hryssum, þær barðar og greinilega skelkaðar. Að mati félagsins er um kerfisbundið og síendurtekið dýraníð að ræða.

Verra en hryllingsmyndbönd úr sláturhúsum

Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Hryssur hafa þar greinilega ekki fengið viðeigandi undirbúning eða hafa ekki geðslag til þess að henta í þessa starfsemi. Það sama má segja um starfsfólkið.“

Þar er efni myndabandsins líkt saman við „hryllingsmyndbönd“ frá sláturhúsum erlendis, en þar sem hryssurnar séu ítrekað látnar upplifa sömu aðstæður aftur, sé þetta í raun verra. 

Maður ber hryssu áfram með járnstöng.
Maður ber hryssu áfram með járnstöng. skjáskot úr heimildarmynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert