Grunur um vopnalagabrot

Tveir karlmenn voru handteknir í Laugardalnum í höfuðborginni á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þeir eru grunaðir um vörslu eða sölu fíkniefna, brot á vopnalögum og fleiri brot.

Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Karlmaður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

mbl.is