Rafmagnslaust í Neskaupstað

Frá Norðfjarðarhöfn við Neskaupstað.
Frá Norðfjarðarhöfn við Neskaupstað. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Rafmagnslaust er í Neskaupstað um þessar mundir og hefur bærinn verið án rafmagns frá klukkan 15.50 í dag.

Fram kemur á vef Rarik að verið sé að leita að biluninni.

Rarik vísar þeim sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar, sem gætu hjálpað við bilanaleit, að hafa samband við svæðisvakt Rarik á Austurlandi í síma 528-9790. 

mbl.is