Aðgerðum lokið í Leifsstöð

Sérsveit Ríkislögreglustjóra er nú að fara á vettvang.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra er nú að fara á vettvang. Ljósmynd/mbl.is

Nokkur viðbúnaður var í Leifsstöð í kvöld þar sem grunsamleg ferðataska virðist hafa verið skilin eftir í stöðinni. Sérsveit Ríkislögreglustjóra fór á vettvang. 

Vísir greindi fyrst frá. 

Uppfært 19:58

Viðbúnaðurinn í Leifsstöð er yfirstaðinn eftir að sérsveit Ríkislögreglustjóra beitti gegnumlýsingu á grunsamlegu töskuna, sem leiddi í ljós ekkert að væri að óttast. Þetta staðfestir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum. 

„Farþegi sem skilur eftir tösku án eftirlits inn í flugstöð, hann gleymir henni bara og þá fara í gang ákveðnir verkferlar í flugstöðinni,“ segir Arngrímur.

Hann bætir við að eftir fyrstu greiningu þótti starfsfólki vallarins ástæða til þess að kalla til sérsveitarinnar.

„Það voru fengnir aðilar frá sprengjudeildinni til að kíkja á hana. Í gegnumlýsingu kom í ljós að þetta var ekki neitt og eigandi töskunnar fannst.“

Silja Rós Svansdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert